GCO er Salesforce Partner

Mikil hamingja dundi yfir okkur hjá GCO þegar við fengum fregnir um að GCO væri nú orðinn Salesforce Partner.

Sá stimpill Salesforce er liður í því að við viljum fræða og hjálpa sem flestum að sjá möguleikana sem felast í því að reka CRM kerfi sem ekki eingöngu heldur utan um viðskiptamenn og tækifæri, heldur möguleikar felast í því að byggja ferla í slíkum kerfum sem geta leitt til meiri sjálfvirkni í samskiptum (bæði innri og ytri), markaðsmálum, sölu, fjármálum,  eða almennum rekstri.

Okkar helstu verkefni snúa jafnt að viðhaldi og þróun á núverandi umhverfum sem og uppsetningu og innleiðingu en þar njótum við krafta reyndra sérfræðinga sem sjá engin vandamál heldur eingöngu lausnir.

Einnig hefur færst í aukana hugmyndavinna og framkvæmd í framhaldi þar sem aðilar vilja sjá einhverja virkni sem reiðir sig á upplýsingar úr CRM kerfi til að gera tilkynningar, útsendingar á póstlistum og eftirfylgni sjálfvirkar sem leiðir til þess að notendaupplifun verður betri og árangur verður mælanlegur.

Við hlökkum til að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni með Salesforce sem eitt af tólunum í verkfærakistunni!

Tagged with: