Krafturinn í hnitmiðuðum samskiptum

Markaðsdeildir í dag eru orðnar í sífellt auknu mæli með innanborðs fólk sem býr yfir tæknilegum skilningi og getu til að geta náð árangri í nútíma umhverfi þar sem snertingar við viðskiptavini eru orðnar í stórauknu mæli á netinu eða með rafrænum hætti.

Þessi breyting felur í sér mikil tækifæri fyrir fyrirtæki sem nýta sér tæknina til að hlúa betur að væntanlegum viðskiptavinum og þjónusta núverandi viðskiptavini enn betur.

Sem dæmi má bera kennsl á viðskiptavin á heimasíðu fyrirtækisins og í framhaldinu senda þeim viðskiptavini eingöngu samskipti sem eru í takt við áhuga hans á vörum eða þjónustu fyrirtækisins þar sem saga heimsókna hans, hvaða vörur eða þjónustur hann skoðaði osfrv er tengd við þann aðila eftir að kennsl eru borin á hann. Samkvæmt rannsókn sem Epsilon gerði á tölvupóstsamskiptum þá skila hnitmiðuð tölvupóstsamskipti 70,5% fleiri opnunum og 152% fleiri smellum á hlekki í tölvupóstinum en almenn póstlistasamskipti sem fara á alla.

Þegar við bætum svo persónulegum upplýsingum í tölvupósta, byggt á þeim upplýsingum sem við grípum úr samskiptum aukast smellir á hlekki um 14% til viðbótar og afleidd sala samskipta tengd eykst um 10%.

Flestar ef ekki allar rafrænar snertingar fela í sér möguleika til að dýpka skilning á þeim hóp sem þú vilt ná til og auka árangur aðgerða í innra markaðstarfi með því að hugsa þær til enda og gera sér grein fyrir möguleikunum án þess að fórna endatakmarki þeirra.

Hjá GCO höfum við eytt miklum tíma í að skoða Vegferðir viðskiptavina (Journeys) þar sem þú getur skilgreint samskipti fyrirfram byggt á atburðum eða rofum (triggers) sem fara sjálfvirkt í gang þegar einhver ákveðin skilyrði eru uppfyllt, ég fer aðeins dýpra í það hugtak í næstu póstum.